Origo hf.
Origo hf.
105 Reykjavík
Kt. 530292-2079
Ársreikningur
samstæðunnar
2022
Borgartúni 37
Ísland
________________________________________________________________________________________________
3
7
11
12
13
14
15
Ó
endurskoðuð fylgiskjöl:
43
45
48Ófjárhagsleg upplýsingagjöf ...................................................................................................................................
Stjórnarháttaryfirlýsing ...........................................................................................................................................
Efnisyfirlit
Efnahagsreikningur ...............................................................................................................................................
Eiginfjáryfirlit ..........................................................................................................................................................
Sjóðstreymisyfirlit ..................................................................................................................................................
Ársfjórðungayfirlit ...................................................................................................................................................
Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra ...............................................................................................................
Áritun óháðs endurskoðanda ................................................................................................................................
Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu .......................................................................................................
Skýringar ...............................................................................................................................................................
Samstæðuársreikningur Origo hf. 2022
2
____________________________________________________________________________________________
Rekstur ársins 2022
Rekstrarreikningu
r
Efnhagsreikningu
r
Sjóðstreymi
Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra
Seldar vörur og þjónusta námu 20.119 millj. kr. á árinu 2022 (2021: 18.191 millj. kr.) sem er 10,6% vöxtur frá fyrra ári.
Tekjuvöxtur var í öllum rekstrarþáttum, tekjuvöxtur hjá Notendabúnaði og tengdri þjónustu var 12,7%, Hugbúnaði og
tengdri þjónustu var 1,6% og hjá Rekstrarþjónustu og Innviðum var tekjuvöxtur 17,5%, nánari umfjöllun í skýringu 4.
Framlegð nam 5.389 millj. kr. eða 26,8% af tekjum sem er 570 millj. kr. hækkun frá fyrra ári (2021: 4.819 millj. kr og
26,5% af tekjum). Rekstrarkostnaður nam 4.718 millj kr. eða 23,4% af tekjum og hækkar frá fyrra ári, sem skýrist
mestu af því Datalab (frá F1 2022) og Eldhaf (frá F4 2021) komu inn í samstæðuna, sem og Syndis er inni í
rekstri samstæðunnar allt árið, en kom inn í samstæðureikninginn á öðrum ársfjórðungi í fyrra. auki er búinn vera
mikill vöxtur í starfsmannafjölda og fjárfestingu sem er gjaldfærð á árinu, nánari umfjöllun í skýringum 7 og 8. Hagnaður
ársins fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nam því 671 millj. kr. samanborið við 732 millj. kr. hagnað árið 2021.
Fastafjármunir lækkuðu um 3.800 millj. kr. á árinu 2022 og námu í 5.942 millj. kr. í árslok. Lækkunin skýrist mestu
leyti af sölu á eignarhlut félagsins í Tempo Parent LLC, nánari umfjöllun í skýringu 13. Veltufjármunir hækkuðu um 4.332
millj. kr. á árinu 2022 og námu 9.734 millj. kr. í lok árs 2022. Hækkunin skýrist aðallega af aukningu í handbæru og
hærri birgðastöðu í lok árs 2022, sjá nánari umfjöllun í skýringum 15, 16 og 17. Vegna betri innheimtu krafna á árinu
hefur félagið lækkað varasjóð sinn á móti kröfum sem kunna tapast úr 80 millj. kr. í lok árs 2021 í 64 millj. kr. í lok árs
2022. Eignir í lok árs 2022 námu 15.676 millj. kr. (2021: 15.144 millj. kr). Eigið nam 8.486 í lok árs 2022 sem er 133
millj. kr. lækkun frá fyrra ári. Félagið lækkaði hlutafé á árinu úr 435 milljón hlutum í 140 milljón hluti í kjölfar sölunnar á
Tempo Parent LLC. Félagið nýtti sér tvisvar á árinu heimild til endurkaupa á eigin bréfum og keypti félagið 7.934 hluti fyrir
fjáhæð 643 millj. kr. Langtímaskuldir námu 2.773 millj. kr. í lok árs 2022, sem er hækkun um 41 millj. kr frá fyrra ári.
Hækkun langtímaskulda stafar aðallega vegna hækkunar á leiguskuldbindingu um 153 millj. kr.. Endurmat á núverandi
leigusamningum er aðal ástæða hækkunar leiguskuldbindingar. Skammtímaskuldir hækkuðu um 625 millj. kr. á árinu
2022 sem stafar af hækkun í viðskiptaskuldum og öðrum skammtímaskuldum, nánari umfjöllun í skýringu 23.
Origo hf. veitir viðskiptavinum sínum heildarlausnir á sviði upplýsingatækni með þróun og sölu á hugbúnaði, tölvu- og
skrifstofubúnaði, ráðgjöf og tengdri þjónustu. Ársreikningurinn hefur geyma samstæðureikning Origo hf. og
dótturfélaga, en í samstæðunni eru sjö félög. Megin starfssvæði félagins er á Íslandi en félagið rekur einnig félagið
Applicon AB í Svíþjóð. Samstæðan skiptist í þrjá starfsþætti, sem selja vörur og þjónustu á mismunandi mörkuðum.
Starfsþættir félagsins eru; Notendabúnaður og tengd þjónusta, Rekstrarþjónusta og innviðir og Hugbúnaður og tengd
þjónusta. Notendabúnaður og tengd þjónusta er með 44% af tekjum samstæðunar og er stærsti starfsþáttur félagsins.
Hinir tveir starfsþættirnir eru álíka stórir og telja tekjur þeirra hver um sig 28% af tekjum félagsins.
Eignarhlutur í Tempo Parent LLC var 40,4% í upphafi árs, en í október 2022 seldi Origo eignarhlut sinn í Tempo og voru
áhrif sölunnar á rekstrarreikning 22.315 millj kr. á árinu. Hagnaður af eignarhlut í hlutdeildarfélögum nam 588 millj. kr.
(
2021: 966 mill
j
.kr.
)
Ha
g
naður ársins nam 24.298 mill
j
. kr. samanborið við 1.494. mill
j
. kr. árið áður.
Rekstrarliðir færðir beint á eigið voru neikvæðir og námu 351 millj. kr árið 2022 (2021: jákvæðir um 70 millj. kr.),
munar þar mestu um innleystan þýðingarmun vegna sölu á Tempo Parent LLC se